Færsluflokkur: Íþróttir
30.5.2006 | 21:06
Shuesmaker - Eitt mesta fúlmenni íþróttasögunnar
Það er með ólíkindum hvað fúlmennið hann Michael Schumacher hefur komist upp með í gegnum tíðina. Enn ótrúlegra er hvað fólk getur verið dofið í hausnum að fylkja sér í stuðningslið þessa fúlmennis, hrokagikks og svindlara. Árið 1997 sem var fyrsta árið sem RÚV hóf reglulegar útsendingar frá F1. Í upphafi var ég þess fullviss um að Schumacher væri minn maður, atvikið sem upp kom í lok þess tímabils þar sem hann reyndi að keyra á Villenue og ræna hann titlinum tók hins vegar af öll tvímæli og opinberaði fyrir mér að hér var hið mesta fúlmenni á ferð. Þetta er reyndar ekki það eina sem hann hefur á "afrekaskránni"; reyndi víst svipaðan hlut nokkrum árum áður með þeim árangri að hinn geðþekki ökuþór Damon Hill var rændur titlinum. Jafnframt fór hann að fikta í frú Fisichella ef ég man rétt og verið með allskonar hótanir í garð keppinauta - óð inní skýli Mclaren þar sem hann ætlaði að rjúka í Montoya (eina manninn sem eitthvað hefur þorað að standa í hárinu á þessu viðrini). Svo er hann einnig þekktur fyrir það að kúga liðsfélaga sína sem lítið mega beita sér í keppnum að ótta við að ná betri árangri en skósmiðurinn og fúlmennið. Svei þér Schumacher.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.5.2006 | 20:38
Gamli góði Valsfeelingurinn
Verð að viðurkenna að í gamla daga leyndist í mér smá Valsari.....á tímum Antony Karls Gregory, Sævars Jónssonar, Togga Þorgríms, Bjarna Sig, Sigurjóns Kristjáns, Ingvars Guðmundssonar, Baldurs Braga, Þórð Birgi Boga og hvað þeir allir kappar heita! Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þessi gamli góði Valsfeelingur ekki lengi látið á sér kræla. Eftir að hafa horft á viðureign Vals og ÍA í gær er ekki laust við að gamli góði Valsfeelingurinn hafi gengið í endurnýjun lífdaga. Eftir misjafna spilamennsku og ekkert allt of góð úrslit í fyrstu leikjunum gjörsamlega sprakk Valsliðið út í seinni hálfleik á móti ÍA í gær...........................og þvílík spilamennska!!!!! Með snillinginn Gumma Ben í fararbroddi voru skagamenn gjörsamlega sundurspilaðir. Það er vonandi að sóknarbolti sem Valsliðið var svo vel þekkt fyrir í upphafi tíunda áratugarins fari aftur að vera þeirra vörumerki. Liðinu gekk reyndar vel í fyrra en voru engu að síður að spila frekar varnarsinnaðann og þunglamalegan bolta. Erfitt er að dæmi liðið út frá leiknum í gær en hann gefur engu að síður góð fyrirheit og vonandi er stórveldið að rísa á fætur á ný!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.5.2006 | 13:29
Eiður á bekkinn?
Nú rigna yfir okkur fréttir af því að landsliðsfyrirliðinn okkar Eiður Smári sé á förum frá Chelsea; líklegir klúbbar Barca, Real, Man utd. ofl... Gott og vel; fullt af peningum og mikið gaman fyrir hann. Það læðist þó að mér sá grunur að ef hann velji einn af þessum stórum klúbbum til að fara til verði hann áfram sætishitari líkt og hann hefur verið seinni part leiktíðar hjá Chelsea. Fótboltalega séð efast ég því um að þetta væri skref í rétta átt fyrir hann þar sem hann myndi detta úr allri leikæfingu. Fyrir landsliðið yrði þetta því slæm þróun mála! Kannski er ég óþarflega svartsýnn því hér er efnilegur leikmaður á ferð. Sé hann þó frekar fyrir mér í liðum á borð við Newcastle, Middlesboro, Aston Villa. Einnig myndi hann plumma sig vel í ítölsku deildinni þar sem hraðinn er minni og tæknilegir hæfileikar hans kæmu til með að nýtast betur; spurning með AC-fílan ??
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2006 | 12:51
NBA - Nætur-brölt Almúgans
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Mustang
Allt sem viðkemur þeim eðalvagni Ford Mustang..njótið vel.
Af mbl.is
Innlent
- Stöðfirðingar þurfa ekki lengur að sjóða vatnið
- Útlendingar afpláni refsidóma í eigin landi
- Borgarhverfi fyrir fólk
- Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu á Öxnadalsheiði
- Geðspítali rísi við Borgarspítalann
- Víða næturfrost á landinu í nótt
- Óábyrgur rekstur Reykjavíkurborgar
- Bjart sunnan heiða en skúrir eða él á Norður- og Austurlandi
- Handtekinn á skemmtistað með skæri
- Hvetja til frekari olíuleitar
Erlent
- Leggja fram sönnunargögn um að Brigitte sé kona
- Vill skilgreina Antifa sem hryðjuverkasamtök
- Ég var bara drepin svo snemma
- Maður látinn og kona særð eftir skotárás í almenningsgarði í London
- Beinafundur leiðir til ákæru
- Jimmy Kimmel tekinn af dagskrá
- Vandræðalegur gestur í Windsor
- 3.000 ára gullarmband horfið
- Þrír lögreglumenn skotnir til bana
- Trump hélt sig við handritið