17.5.2006 | 14:39
Merkustu bílar sögunnar - 10. sæti Renault 5 Turbo (1980-1986)
Þar sem bílar eru eitt helsta áhugamálið er ekki úr vegi að útlista hvað eru 10 merkustu bílar sögunnar að mati undirritaðs. Tíunda sætið vermir sá einstaki bíll Renault 5 Turbo.....Allt frá barnæsku hefur þessi einstaklega fagurlega teiknaði bíll lifað í huga mér sem einn af draumabílunum sem ég ætlaði að eignast þegar ég yrði stór. Nú er maður víst orðinn stór en draumurinn engu að síður enn fjarlægari þar sem þessir bílar eru óneitanlega farnir að reskjast. Renault 5 turbo var þeim kostum gæddur að vera með vélina aftur í og með afturdrifi þannig veggrip var með eindæmum enda þyngdardreifing eins og best gerist. Standard var þessi bíll með 1400 cc vél ca. og ca. 150-200 hestöfl í "götuútgáfu" en rallýbílarnir voru tjúnaðir allt upp í 350 hö; þyngd vel innan við tonn (850-900kg.) þannig að þessi bókstaflega flaug af stað. Auk þess að vera áberandi í heimsmeistarakeppninni í rallý í byrjun níunda áratugarins var þessi bíll líka þekktur fyrir kvikmyndaleik þar sem honum brá fyrir í þeirri ágætu Bond mynd "Never say never again". Fyrir þá sem vilja eignast umræddan eðalvagn þá er algengt verð í dag á bilinu 20-30 þús. Eur sem þýðir að hingað kominn til lands væri hann á verðbilinu 3,5-5,5 millur.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Mustang
Allt sem viðkemur þeim eðalvagni Ford Mustang..njótið vel.
Athugasemdir
Þessi stórskemmtilega kraftbúlla er einn mesti nostalgíubíllinn sem fyrirfinnst, og þetta voru alltaf flottustu rallýbílarnir í gamla daga. Loftinntakið hjá afturhjólabrettunum hefur engu gleymt, svei mér þá!
Jón Agnar Ólason, 17.5.2006 kl. 16:53
Mér hefur alltaf fundist þessi bíll flottur hvort sem um rallýútgáfu er að ræða eða ekki. Átti ekki e-r teiknimyndahetja svona bíl. Svalur og Valur?
EG, 18.5.2006 kl. 11:18
Hvenær kemur LADA 1200?
Sævar Már Sævarsson, 18.5.2006 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.