NBA - Nætur-brölt Almúgans

_esja_notendur_jmo_my_pictures_nba.jpg
Settist um miðnætti í gær fyrir framan imbann og fylgdist með undanúrslitaviðureign vesturstrandarinnar í NBA-deildinni; SanAntonio vs. Dalls......og þvílík skemmtun!!!! Hef lítið fylgst með NBA frá því að átrúnaðargóðið Michael Jordan var og hét.... Körfuboltinn í dag jafnast kannski ekki á við sem þá var en spennan er sú sama og auðvelt að detta inní leikina þótt maður hafi lítið fylgst með; hetjur á hverju strái, dramatíkin gríðarleg og auðvelt að finna sér kalla og lið til að halda með; Terry, Nowitski, og hvað þeir nú allir heita ;). Þetta er eins og ganga í barndóm að fylgjast með þessu;) Eini ókosturinn við að fylgjast með er þó allur þessi fjöldi leikhléa og meðfylgjandi auglýsinga sem maður horfir á aftur og aftur..Ein auglýsing sem var birt aftur og aftur í leikhléunum í gær vakti þó mikla kátínu, það er Sýnarauglýsingin með fótboltaskóla Péturs þar sem vinurinn tekur fyrir píptest. Hann endar svo á að segja eitthvað á þá leið að hann sé með gott úthald, kannski ekki á fótboltavellinum en á öðrum völlum og setur svo upp þetta fyndna sjálfsánægjuglott...........algjör snilld;)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Már Sævarsson

Ég hef líka verið að skoða leiki í þessari úrslitakeppni og þetta er stórgóð skemmtun og öfugt við lýsingar enskusleikjanna í fótboltanum er mikil fagmennska í kringum NBA útsendingar. Núna eru Nowitzki og félagar í Dallas að fara í rimmu við fyrrum liðsfélaga, Steve Nash hjá Phoenix sem verður flott. Austan megin er síðan lið Detroit, uppfullt af skemmtilegum furðufuglum að fara í lið Miami með Shaq hinn illþolandi innanborðs. Ég mæli með þessu.

Sævar Már Sævarsson, 23.5.2006 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann M. Ólafsson
Jóhann M. Ólafsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband