24.5.2006 | 09:51
Kópawood! Það er dapurt að búa í Kópavogi
Vaknaði í morgun líkt og aðra morgna við morgunsjónvarpið á stöð 2. Þar voru fulltrúar stjórnmálaaflanna í Kópavogi að sitja fyrir svörum og kynna málefni sín fyrir komandi kosningar. Umræðurnar voru frekar daprar og helsta umræðan stóð um hvort bjóða ætti upp á gjaldfrjálsa leikskóla eða ekki. Það sem ég hjó eftir og lét illa í eyrum var hins vegar fullyrðing Ómars Stefánssonar Framsóknarflokki um að fólk í Kópavogi væri ánægt með stjórnun bæjarfélagsins!! Þá spyr ég Ómar, hverjir eru ánægðir; eru það þeir sem hafa komið persónulega til þín og þakkað þér fyrir að úthluta sér lóðum í gegnum klíkuskap??? Allir íþróttagarparnir, skyldmennin, ríka og fræga fólkið????? Hvað með okkur hin sem eigum ekki forseta sem pabba, spilum ekki fótbolta í London eða handbolta fyrir HK???? Hvað getum við þakkað þér fyrir á liðnu kjörtímabili??? Svo merkilegt sem það nú er kem ég ekki auga á það. Það sem maður fær hins vegar á tilfinninguna þegar maður lítur yfir framboðslista bæjarstjórnarflokkana er að þar eru á lista fólk sem hefur þann eina tilgang að ota sínum tota, maka sinn eigin krók.....dæmi þess eru amk. á hverju strái! Til að slá svo ryk í augun á fólki hafa bæjarstjórnarflokkarnir fengið til liðs við sig meinta íþróttastjörnu og gamlagróinn íþróttafréttamann..... Hvað þessir nýgræðingar ætla að leggja til málanna kem ég ekki auga á, kannski frekari fyrirgreiðslupólítík og klíkuskap það er spurning; alltént komst þetta fólk til áhrifa með smölun í prófkjörsslagnum......smölun tam. úr íþróttafélögum............Er virkilega nóg að stíga á stokk og hrópa yfir almúgan; "réttið upp hönd þeir sem hafa orðið Íslandsmeistarar með meistaraflokki HK"???????????Það verður gott að vera íþróttamaður í Kópavogi á næsta kjörtímabili.......................
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:35 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Mustang
Allt sem viðkemur þeim eðalvagni Ford Mustang..njótið vel.
Athugasemdir
Ert þetta þú Jói?
Eva (IP-tala skráð) 24.5.2006 kl. 12:58
Já, hvernig er það ... ert þetta þú Jói ?!
Jón Agnar Ólason, 25.5.2006 kl. 16:30
Eru þetta einu viðbrögðin sem maður fær við þessum skrifum; " ert þetta þú Jói"???????? :(
Jói (IP-tala skráð) 26.5.2006 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.