30.5.2006 | 20:38
Gamli góði Valsfeelingurinn
Verð að viðurkenna að í gamla daga leyndist í mér smá Valsari.....á tímum Antony Karls Gregory, Sævars Jónssonar, Togga Þorgríms, Bjarna Sig, Sigurjóns Kristjáns, Ingvars Guðmundssonar, Baldurs Braga, Þórð Birgi Boga og hvað þeir allir kappar heita! Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og þessi gamli góði Valsfeelingur ekki lengi látið á sér kræla. Eftir að hafa horft á viðureign Vals og ÍA í gær er ekki laust við að gamli góði Valsfeelingurinn hafi gengið í endurnýjun lífdaga. Eftir misjafna spilamennsku og ekkert allt of góð úrslit í fyrstu leikjunum gjörsamlega sprakk Valsliðið út í seinni hálfleik á móti ÍA í gær...........................og þvílík spilamennska!!!!! Með snillinginn Gumma Ben í fararbroddi voru skagamenn gjörsamlega sundurspilaðir. Það er vonandi að sóknarbolti sem Valsliðið var svo vel þekkt fyrir í upphafi tíunda áratugarins fari aftur að vera þeirra vörumerki. Liðinu gekk reyndar vel í fyrra en voru engu að síður að spila frekar varnarsinnaðann og þunglamalegan bolta. Erfitt er að dæmi liðið út frá leiknum í gær en hann gefur engu að síður góð fyrirheit og vonandi er stórveldið að rísa á fætur á ný!
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nota bene
Mustang
Allt sem viðkemur þeim eðalvagni Ford Mustang..njótið vel.
Af mbl.is
Innlent
- Stöðfirðingar þurfa ekki lengur að sjóða vatnið
- Útlendingar afpláni refsidóma í eigin landi
- Borgarhverfi fyrir fólk
- Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílveltu á Öxnadalsheiði
- Geðspítali rísi við Borgarspítalann
- Víða næturfrost á landinu í nótt
- Óábyrgur rekstur Reykjavíkurborgar
- Bjart sunnan heiða en skúrir eða él á Norður- og Austurlandi
- Handtekinn á skemmtistað með skæri
- Hvetja til frekari olíuleitar
Erlent
- Leggja fram sönnunargögn um að Brigitte sé kona
- Vill skilgreina Antifa sem hryðjuverkasamtök
- Ég var bara drepin svo snemma
- Maður látinn og kona særð eftir skotárás í almenningsgarði í London
- Beinafundur leiðir til ákæru
- Jimmy Kimmel tekinn af dagskrá
- Vandræðalegur gestur í Windsor
- 3.000 ára gullarmband horfið
- Þrír lögreglumenn skotnir til bana
- Trump hélt sig við handritið
Athugasemdir
Takk fyrir góð orð í garð valsara. Þeir eru og verða alltaf bestir. Siggi bróðir. http://www.radvilltur.blogspot.com
Siggi bróðir (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 21:18
Takk fyrir góð orð í garð valsara. Þeir eru og verða alltaf bestir. http://radvilltur.blpgspot.com
Siggi bróðir (IP-tala skráð) 30.5.2006 kl. 21:20
Sæbbi Jóns og Toggi Gríms, er þetta það besta sem þú getur boðið. Ég vil minna á lið Þróttar Neskaupstað um '80 þar sem voru menn á borð við Bjarna Jóhannesson, Magnús Jónatansson og síðast en ekki síst snillingurinn Njáll Eiðsson.
Sævar Már Sævarsson, 31.5.2006 kl. 09:47
Hvar eru Valur Valsson og Hilmar Sighvatsson? Ég er hræddur um að þinn áhugi og aðdáun á Valsliðinu tengist meira hinum forkunarfagra Sigurbirni Hreiðarssyni en ekki spilamennskunni.
EG, 31.5.2006 kl. 14:45
þú ert í ruglinu Jói...sjáumst hvað gerist þegar þeir mæta sterkasta liði deildarinnar KR !
Þórður (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.