Shuesmaker - Eitt mesta fúlmenni íþróttasögunnar

c_documents_and_settings_johann_magnus_my_documents_my_pictures_joi_files_schue.jpg

Það er með ólíkindum hvað fúlmennið hann Michael Schumacher hefur komist upp með í gegnum tíðina. Enn ótrúlegra er hvað fólk getur verið dofið í hausnum að fylkja sér í stuðningslið þessa fúlmennis, hrokagikks og svindlara.  Árið 1997 sem var fyrsta árið sem RÚV hóf reglulegar útsendingar frá F1.  Í upphafi var ég þess fullviss um að Schumacher væri minn maður, atvikið sem upp kom í lok þess tímabils þar sem hann reyndi að keyra á Villenue og ræna hann titlinum tók hins vegar af öll tvímæli og opinberaði fyrir mér að hér var hið mesta fúlmenni á ferð.  Þetta er reyndar ekki það eina sem hann hefur á "afrekaskránni"; reyndi víst svipaðan hlut nokkrum árum áður með þeim árangri að hinn geðþekki ökuþór Damon Hill var rændur titlinum. Jafnframt fór hann að fikta í frú Fisichella ef ég man rétt og verið með allskonar hótanir í garð keppinauta -  óð inní skýli Mclaren þar sem hann ætlaði að rjúka í Montoya (eina manninn sem eitthvað hefur þorað að standa í hárinu á þessu viðrini).  Svo er hann einnig þekktur fyrir það að kúga liðsfélaga sína sem lítið mega beita sér í keppnum að ótta við að ná betri árangri en skósmiðurinn og fúlmennið. Svei þér Schumacher.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Kvitta 100% undir þetta. Schumi er drullusokkur og ekkert annað. Það var reyndar kona Heinz-Harald Frentzen sem hann nappaði (en Heinz var með svo sláandi mikla kótilettubarta að hann gat kannski sumpart sjálfum sér um kennt ...), og svo ætlaði hann að rjúka í David Coulthard eftir að hafa sjálfur ekið aftan á DC; hugsa nú að DC hefði lúskrað á Þjóðverjanum með skoskum bylmingi ... hver veit, það hefði kannski rétt af skakkan neðri kjálkann á Sjúmma ...?

Jón Agnar Ólason, 30.5.2006 kl. 22:25

2 Smámynd: Sævar Már Sævarsson

Er hann svo ekki á atvinnuleysisbótum í Sviss þar sem hann býr af því að "ökuþór" er ekki viðurkennt starf þar í landi. Hljómar reyndar ólíklega en í þessu tilfelli ætla ég að trúa sögunni í blindni, einfaldlega skemmtilegra!!

Sævar Már Sævarsson, 31.5.2006 kl. 09:41

3 Smámynd: EG

Það væri gaman að vita hvort þér sé svona illa við fleiri þýska íþróttamenn sem sýnt hafa af sér slæma hegðun og bera sama eftirnafn. Harold anyone?

EG, 31.5.2006 kl. 14:41

4 identicon

Ég er svo hjartnalega sammála þér varðandi þetta fúlmenni. Ef þú heldur með Schumacher þá má nánast bóka það að þú haldi með KR og Man Utd. Þetta er allt sömu fúlmennin... óíþróttamannsleg hegðun og brellubrögð í fyrirrúmi.

Lille (IP-tala skráð) 31.5.2006 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann M. Ólafsson
Jóhann M. Ólafsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband